Snjallar geymsluhugmyndir

Hafðu heimili þitt og börnin þín örugg

Geymsla á fljótandi þvottaefnishylkjum á öruggum stað verður virkilega mikilvægt þegar ung börn eru á heimilinu, sérstaklega smábörn, því þau byrja að rannsaka heimilisumhverfið skríðandi. Hér eru nokkur mikilvæg ráð til að hjálpa þér að halda fljótandi þvottaefnishylkjum í öruggri fjarlægð frá börnum, en auðveldlega aðgengilegum þegar þú þværð þvotta.

Geymdu þar sem börn ná ekki til

Hvað er mikilvægast af öllu við geymslu á fljótandi þvottaefnishylkjum, þannig að börn nái ekki til þeirra. Pakkinn verður auðvitað að vera aðgengilegur fyrir þig og nálægt þvottavélinni.

Geymsla hátt uppi er best

Öruggasta geymslan er að geyma pakkann með fljótandi þvottaefnishylkjunum það hátt að aðeins fullorðin getur náð í hann. Ef þú hefur ekki háar hillur eða skápa nálægt þvottavélinni þinni, getur þú geymt pakkann inn í lokuðum skáp í hvaða hæð sem er, aðeins ef hann er með barnalæsingu. Þessi lás kemur í veg fyrir að ævintýragjörn börn, sem elska að klifra og skríða, opni skápinn.

  • Ef þvottavélin þín er í þvottaherbergi eða þvottahúsi, ásamt öðrum þvottabúnaði og vörum, hefur þvottaaðstaðan örugglega háa hillu eða skápa með læsanlegum hurðum. Ef svo er ekki, ætti að vera auðvelt að koma því við, til að tryggja öruggi barna.
  • Ef þvottavélin þín er inn á baðherbergi, er mikilvægt að muna að fljótandi þvottaefnishylki má aldrei geyma með vörum til persónulegrar umönnunar. Börn gætu villst á vörum til persónulegrar umönnunar og þvottahylkjum. Alls ekki má geyma pakka af þvottahylkjum á gólfinu eða ofan á þvottavélinni. Best væri að koma þeim fyrir efst í skáp eða á hárri hillu, til dæmis rétt fyrir ofan þvottavél. Ef það er ekki mögulegt og þú verður að geyma pakkann með fljótandi þvottaefnishylkjum í skáp undir vaski, ættu hurðirnar að vera með barnalæsingu [add hyperlink to art.]. Aldrei skilja skápshurðirnar eftir opnar, ekki einu sinni meðan þú ert að setja í þvottavélina. Lítil börn eru ótrúlega skjót í hreyfingum!
  • Sömu reglur eiga um eldhús sem er með þvottavél. Flest eldhús eru með geymslurými ofarlega á vegg sem er hentugt fyrir geymslu pakka með fljótandi þvottaefnishylkjum. Læstur skápur væri besta lausnin, jafnvel þó að pakkinn sé lokaður, geta leifar af þvottaefni komist inn á eldhússvæðið. Það er mjög mikilvægt að geyma pakka fljótandi þvottaefnishylkjum aðskilið frá mat, drykkjarvörum, eldhúsáhöldum, diskum eða hnífapörum. Börn þurfa að vera vernduð fyrir hættulegum ruglingi sem kemur upp þegar fljótandi þvottaefnishylki er geymd við hliðina á mat.

Geymdu vöruna á öruggum stað og forðastu rugling

Fljótandi þvottaefnishylki verður alltaf að vera í upphaflegum umbúðum, þannig að þú hafir leiðbeiningar um örugga notkun og viðvaranirnar sem er að finna á pakkanum við höndina. Aldrei má nota gamla matarpakka sem ílát fyrir fljótandi þvottaefnishylki. Og vertu viss um að upphaflegar umbúðir sé rækilega lokaðar. Yfirburða geymslusvæði og lásar eru þínir bestu bandamenn til að tryggja að fljótandi þvottaefnishylki séu geymd þar sem börn ná ekki til.

Í fáum orðum

  • Fljótandi þvottaefnishylki verður geyma hátt uppi, þar sem börn ná ekki til.
  • Ef það er ekki mögulegt, verður að geyma þau í skáp sem er með barnalæsingu
  • Þau verða alltaf að vera í sínum upphaflegu umbúðum og pakkarnir verða að vera rækilega lokaðir.
  • Geymdu hylkin aðskilin frá öðrum vörum eins og mati og vörum til persónulegrar umönnunar.

Auðvelt er að fara eftir þessum einföldu en mikilvægu reglum og þær munu koma í veg fyrir að barn skaði sig heima vegna óæskilegrar snertingar við vöru sem þau ættu ekki að hafa aðgang að.

Geymið hylki fjarri börnum!

www.keepcapsfromkids.eu