Spurningar og svör

Spurning 1. Hvað er málið?

Svar 1. – Síðastliðin ár hafa nokkur slys átt sér stað þar sem ungum börnum hefur tekist að komast yfir fljótandi þvottaefnishylki. Nokkrum þessara slysa hafa verið alvarleg og hafa sum börn þurft að vera á sjúkrahúsi til að ná bata. Fljótandi þvottaefnishylki eru örugg þegar þau eru notuð og geymd í samræmi við leiðbeiningar. En ef barn kemst yfir hylki geta slys átt sér stað þar sem það getur orðið varnarlaust fyrir innihaldi þess. Þetta er einkum vandamál með smábörn sem eru gjarn á það að setja allt upp í sig. Það er þess vegna sem fljótandi þvottaefnishylki verða alltaf að vera geymd þar sem börn ná ekki til, fyrir og eftir notkun.

Spurning 2. Hver eru hugsanleg áhrif á inntöku af vörunni við slysni?

Svar 2. – Þegar hylkið er tekið inn fyrir slysni er þvottaefnisvökvinn líklegur til að valda uppköstum (það sem læknar kalla „sterk uppsöluáhrif“). Þetta getur leitt til fjölda atvika með áköfum uppköstum sem geta staðið yfir í nokkrar klukkustundir, allt eftir því hve mikið var tekið inn. Aukaverkanir geta átt sér stað ef barnið andar óvart að sér þegar það kastar upp. Meðferð á sjúkrahúsi gæti verið nauðsynleg. Í tilfelli inntöku skal hafa samband við eiturefnamiðstöð eða lækni. Ef barn hefur tekið inn eitthvað af þvottaefni og kastar ekki upp, má ekki þvinga það til þess.

Spurning 3. Hver eru hugsanleg áhrif ef efnið kemst í augu eða á húð við slysni?

Svar 3. – Að fá efnið í augu getur valdið alvarlegri ertingu. Það getur verið mjög sársaukafullt þegar það gerist. Þar af leiðandi er það mjög mikilvægt að skola augun varlega með vatni í nokkrar mínútur til að fjarlægja þvottaefnið að fullu. Í tilkynntum atvikum fram að þessu, hefur enginn langvarandi augnskaði átt sér stað eftir að fljótandi þvottaefni hefur komist í augu. Ef efnið kemst á húð getur það leitt til húðertingar, sérstaklega þegar efnið er í snertingu við húð í lengri tíma. Í þessum tilfellum er rækileg skolun á húð einnig nauðsynleg. Hafðu samband við eiturefnamiðstöð eða lækni

Spurning 4. Því hafa hylkin slík áhrif á heilsuna?

Svar 4. – Þvottaefnisvökvinn inn í hylkinu er mjög sterkur, vegna þess að hvert hylki inniheldur fullt magn af innihaldsefnum þvottaefnis sem nauðsynleg eru fyrir hvern þvott. Þegar hylkið er bitið í sundur af barni, inniheldur vatnsleysanlega filman þvottaefni sem getur rofnað og losað innihalds þess. Vegna þess hve sterkt það er, getur það leitt til sterkrar svörunar eins og ákafra uppkasta eða ertingar.

Spurning 5. Hvað á að gera ef hylki eru föst saman? 

Svar 5. - Fljótandi þvottaefnishylki skal alltaf meðhöndla með þurrum höndum til að forðast að raki komist í umbúðirnar því það gæti valdið því að hylkin festist saman. Fljótandi þvottaefnishylki eru gerð úr niðurbrjótanlegri 100% vatnsleysanlegri filmu, sem leysist hratt upp í þvotti. Þar af leiðandi eru væta og raki ekki æskilegar aðstæður utan þvottar. Slíkar aðstæður geta jafnvel leitt til þess að hylki festist saman eða leysist upp utan vélarinnar.  

Þar af leiðandi: 

• Notið hylkin alltaf með þurrar hendur 

• Lokið pakkanum og geymið hann á öruggum stað 

• Geymið ekki í votu/röku umhverfi.  

Ef hylki eru föst saman: 

• Slítið ekki í sundur hylki sem festast saman því það getur valdið hættu á að innihaldið leki í augu eða munn 

• Ekki stinga gat á, brjóta eða klippa hylki 

• Ef hylki eru föst saman, er hægt að nota allt að tvö samföst hylki í þvottavélina, eða hafa samband við framleiðanda. 

Spurning 6. Hvað gerir þvottaefnaiðnaðurinn til að koma í veg fyrir slík slys?

Svar 6. – Framleiðendur fljótandi þvottaefnahylkja taka öruggi neytenda sinna mjög alvarlega. Til viðbótar við breytingar á vörunni og umbúðum, veita þeir leiðbeiningar sem er að finna á öllum pökkum á gulum límmiða sem og með fyrirbyggjandi upplýsingarherferðum eins og samevrópska A.I.S.E. Framtakið „Geymið hylki fjarri börnum“, þar á meðal þessi margmála vefsíða.

Evrópski þvottaefnaiðnaðurinn er skuldbundinn öryggi neytandans og kemur sleitulaust með mikilvægar aðgerðir til að koma í veg fyrir atvik af þessu tagi. Á sama tíma bendir iðnaðurinn á, eins og með hvert annað þvottaefni, að geyma verður fljótandi þvottaefnishylki á öruggum stað fyrir og eftir notkun, og það verður alltaf að geyma það þar sem börn ná ekki til. Yfirstandandi fræðsla neytanda er mikilvæg til að auka enn frekar örugga notkun á fljótandi þvottaefnishylkjum.

A.I.S.E. Framtakið „Geymið hylki fjarri börnum“ er studd af European Child Safety Alliance og meira en 20 félögum í Evrópu, þar á meðal ráðuneytum, eiturefnamiðstöðum og öryggissamböndum.