Safe Use instructions

Ástæða þess að þú verður að fara varlega með hylki

Fljótandi þvottaefnishylki eru einstaklega þægileg nýjung fyrir þvott. Þetta var gert mögulegt með því að setja öll virk innihaldsefni fljótandi þvottaefnisins í eitt lítið hylki. Þetta hylki leysist upp innan í þvottavélinni og það losnar um fljótandi þvottaefnið þannig að það geti innt sínu starfi.

Þvottahylki eru fullkomlega örugg þegar þau eru notuð í samræmi við leiðbeiningar á umbúðunum. Í raun kemst þú aldrei í snertingu við þvottaefnið sem er innan í hylkinu. Þetta þvottaefni er sterkara en venjulegt sterkt fljótandi þvottaefnishylki. Með allan þvottastyrk í svo litlum skammti er það í raun og veru tvisvar sinnum sterkara. Öryggisins vegna eru hylki hönnuð til að standast ákveðinn þrýsting og ekki til að leysast upp of fljótt, en ef barn setur hylki í munninn og bítur í það, gæti vatnsleysanlega filman sem inniheldur þvottaefnið gefið sig. Á þessu stigi getur hylkið hleypt út innihaldi þess. Það getur leitt til alvarlegra uppkasta eða ertingar, og getur skaðað barnið.

Við vitum að öll smábörn setja nánast allt sem þau komast yfir upp í sig. Þess vegna er það svo mikilvægt að sjá til þess að barn komist aldrei yfir fljótandi þvottaefnishylki. Ekki þegar varan er í geymslu. Né heldur þegar þú ert að þvo. Geymið hylki alltaf fjarri börnum!

Utan seilingar (og sýnar), utan huga

Geymdu alltaf pakka með fljótandi þvottaefnishylkjum á stað þar sem börn ná ekki til. Best er þar sem þau sjá ekki til. Þú getur lesið meira um örugga geymslu á hylkjum hér . Geymdu alltaf hylki í upphaflegum umbúðum og vertu viss um að þú lokir pakkanum rétt.

Hafðu gætur á litlum fingrum

Þegar þú hefur tekið hylki út úr pakkanum, skaltu hafa það að venju að loka pakkanum aftur þegar í stað. Barn gæti annars gripið hylki á augabragði úr opnum pakkanum. Börn elska að herma eftir fullorðnum. Ef þú hefur tekið hylki úr pakkanum, þá getur þú rétt ímyndað þér hvort að barn vilji ekki gera það líka!

Næst skal setja hylkið beint í tromlu þvottavélarinnar og loka hurðinni á þvottavélinni þegar í stað. Jafnvel þó þú þurfir að fara frá vélinni eitt augnablik til að ná í þvottinn. Börn eru ótrúlega fljót þegar þau vilja ná í eitthvað sem þeim finnst vera áhugavert. Eins og fljótandi þvottaefnishylki sem er inn í þvottavélinni. Eða ofan á henni. Eða ofan á skítugum þvotti í þvottakörfu. Það ætti að vera almenn regla að skilja aldrei eftir fljótandi þvottaefnishylki utan upprunalegra umbúða eða utan lokaðrar þvottavélar, jafnvel þó að það sé í stuttan tíma.

Það liggur í augum uppi að þú ættir aldrei að láta barn fá fljótandi þvottaefnishylki til að hjálpa við þvottinn eða til að leika við. Ef hylkið dettur óvart á gólfið, verður þú að finna það og taka upp þegar í stað. Og ef þú þarft að kasta burt hylki af einhverri ástæðu, verður þú að vera viss um að barnið geti ekki náð í það í ruslafötunni.

Þegar þú hefur sett fljótandi þvottaefnishylki á öruggan hátt í tromlu þvottavélarinnar máttu ekki gleyma að setja pakkann aftur á sinn örugga geymslustað og loka skápnum með barnalæsingu, ef þú hefur ekki geymslustað sem er nógu hár.

Í fáum orðum

Fljótandi þvottaefnishylki geta verið hættuleg ef ung börn komast yfir þau. Þau gætu skaðað þau alvarlega. Vertu viss um að barn fái aldrei tækifæri til að ná í hylki. Geymdu hylki í upphaflegum umbúðum, lokaðu almennilega og geymdu á stað þar sem börn ná ekki til. Þegar þú þværð þvott, skaltu loka pakkanum þegar í stað eftir að þú hefur náð í hylki og vertu viss um að barn snerti aldrei hylki – ekki eitt augnablik.